Allir eru að tala um BETRI HEIM

Það er mikil ókyrrð í lífinu í dag, hvort sem litið er til litla landsins okkar eða stöðu heimsmála. Við þráum öll betri heim. Á kristin trú eitthvað erindi inn í umfjöllun um betri heim? Því miður hefur trúin oft verið brengluð og skekkt, þannig að mörgum finnst hún bara gera hlutina verri. Sú mynd sem dregin hefur verið upp af Guði Bibilíunnar er ekki alltaf falleg. En hvað ef sú mynd er mannanna verk, þar sem við erum gjörn á að gera Guð í okkar mynd? Hvað gerist ef kærleikurinn fær að varpa ljósi sínu á frásögu Biblíunnar? Hvað ef Jesús Kristur er hin sanna birtingarmynd Guðs? Ekki margir myndu mótmæla því að meiri kærleikur væri til góðs fyrir heiminn. Hvað ef Guð er bara kærleikur og alltaf góður, væri trú á hann þá ekki til góðs fyrir heiminn? Nýja bókin mín Betri Heimur segir okkur sögu sem ekki aðeins getur gert heiminn betri, heldur hefur nú þegar gert það.
Back to blog